Macron til Rússlands en ekki Bretar

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, verður í stúkunni þegar Frakkar leika gegn annaðhvort Belgum eða Brasilíumönnum í undanúrslitum HM í knattspyrnu í næstu viku. Breskir ráðamenn halda hins vegar áfram að sniðganga keppnina vegna taugagasárásar gegn rússneskum feðgum í Bretlandi í vor.

Macron hafði lofað því að hann yrði á staðnum ef Frakkar kæmust í undanúrslitaleikinn sem fer fram á þriðjudaginn í Pétursborg. Staðfesting þess efnis barst frá skrifstofu forsetans eftir 2:0 sigur Frakka á Úrúgvæ í 8-liða úrslitum fyrr í dag.

Ákveðið var í mars að breskir ráðamenn myndu sniðganga heimsmeistaramótið vegna þess að þeir töldu að Rússar hefðu ekki gefið trú­verðug svör um aðkomu sína að morðtil­ræðinu á Skripal-feðgin­in­um, sem voru fórn­ar­lömb eit­ur­efna­árás­ar í Bretlandi í byrj­un mars.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Rússnesk yfirvöld neita því að þau standi á bak við árásina en Novichok-taugagas var notað til að eitra fyrir feðginunum. 

Parið Dawn Stur­gess, 44 ára og Charlie Rowley, 45 ára, voru flutt þungt haldin á sjúkrahús síðasta laugardag eftir að hafa komist í snertingu við Novichok-taugagas. Grun­ar lög­reglu að eitrið sé af­gang­ur frá taugaga­sárás­inni sem gerð var á rússnesku Skripal-feðginin fyrir fjórum mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert