„Mjög góð byrjun“

Forsetarnir snæða nú hádegisverð, báðir með sex ráðgjafa sér innan …
Forsetarnir snæða nú hádegisverð, báðir með sex ráðgjafa sér innan handar. AFP

Fundi Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta er nú lokið eftir um tveggja klukkustunda samræður. Þeir snæða nú síðbúinn hádegisverð með sex ráðgjafa hvor á meðan samtöl halda áfram.

Eins og við var að búast hefur Trump sér til halds og stuðnings sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, Jon Huntsman, innanríkisráðherra Bandaríkjanna Mike Pompeo, starfsmannastjóra Hvíta Húsins John Kelly, þjóðaröryggismálaráðgjafa Bandaríkjanna John Bolton og ráðgjafa um málefni Rússlands, Fiona Hill.

Á meðal ráðgjafa Pútíns er talsmaður hans Dmitry Petrov og utanríkisráðherra Rússlands Sergei Lavrov.

Eftir hádegisverðinn munu leiðtogarnir tveir sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Samkvæmt blaðamanni Guardian sagði Trump fundinn vera „mjög góða byrjun“.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert