12 milljarðar í stuðning til bænda

Aðstoðin nær meðal annars til sojabænda.
Aðstoðin nær meðal annars til sojabænda. AFP

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að verja 12 milljörðum bandaríkjadala í að aðstoða bændur sem orðið hafa fyrir áhrifum frá viðskiptatollum. Þetta tilkynnti landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, Sonny Perdue, í dag.

Bændur munu annaðhvort fá beinar greiðslur eða yfirvöld munu kaupa af þeim þá vöru sem þeir ná ekki að selja. Aðgerðirnar munu hjálpa framleiðendum soja, súdangrass, svínakjöts, mjólkurvara, ávaxta, hrísgrjóna og hneta. Allt eru þetta vörur sem viðskiptalönd Bandaríkjanna hafa sett tolla á.

Aðgerðirnar eru ætlaðar til að „hjálpa bændum vegna viðskiptatjóns sem ólöglegir viðskiptatollar hafa valdið,“ sagði Perdue í tilkynningu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert