Mestu skógareldar í sögu ríkisins

Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana í Kaliforníu.
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana í Kaliforníu. AFP

Skógareldarnir sem nú loga í Kaliforníu eru þeir mestu í sögu ríkisins, segja yfirvöld. Eldarnir hafa breiðst mjög hratt út síðustu daga og hafa um 1.200 ferkílómetrar lands brunnið. Hið brunna svæði er því á stærð við Los Angeles-borg.

Slökkviliðsmenn berjast nú við elda á sextán stöðum í ríkinu í miklum hita, hvassvirði og litlum raka. Að minnsta kosti sjö hafa farist í eldunum í norðanverðri Kaliforníu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tekið undir þá fullyrðingu að umhverfislöggjöf Kaliforníu hafi orðið til þess að eldarnir breiddust meira út en ella. Bæði stjórnvöld í Kaliforníu og sérfræðingar í umhverfismálum hafa gagnrýnt þessi skilaboð forsetans.

Yfir 14 þúsund slökkviliðsmenn og hundruð hermanna berjast við að halda eldunum í skefjum víðs vegar um ríkið.

Spáð er 43 stiga hita á sumum svæðum í Kaliforníu í dag og ólíklegt að ástandið batni á næstunni.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert