Trump fordæmir rasisma

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur verið sakaður um að tala illa um fólk sem er ekki hvítt á hörund, fordæmdi kynþáttafordóma af öllu tagi á Twitter, einu ári eftir mótmælagöngu nýnasista í borginni Charlottesville í Virginíu.

Einn lést í mótmælunum. Í framhaldinu var mikið rætt um að öfgamönnum hafi vaxið fiskur um hrygg í valdatíð Trumps.

Önnur ganga slíkra öfgamanna er fyrirhuguð á morgun, skammt frá Hvíta húsinu.

Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að fordæma ekki þá hvítu kynþáttahatara sem mættu til Charlottesville og tóku þátt í mótmælunum.

„Uppþotin í Charlottesville fyrir ári síðan urðu til þess að sorglegt dauðsfall varð og fólk skiptist í fylkingar,“ skrifaði Trump.

„Við verðum að sameinast sem þjóð. Ég fordæmi allar tegundir rasisma og ofbeldis. Friður fyrir alla Bandaríkjamenn!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert