Páfinn fordæmir „grimmdarverk“ í bréfi til kaþólikka

AFP

Í bréfi til kaþólskra (e. the People of god) fordæmir Frans páfi kynferðisofbeldi og þöggun af hálfu presta og annarra innan kirkjunnar. „Ef eitt okkar þjáist, þjáumst við öll (1 Cor 12:26),“ segir meðal annars í bréfinu.

Vatíkanið segir að bréfið sé það fyrsta þar sem páfi fjallar um kynferðisbrot í bréfi sem beint er til allra kaþólskra manna. Tilefnið er skýrsla sem stjórnvöld í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum gáfu út í síðustu viku þar sem yfir þrjú hundruð prestar eru sakaðir um að hafa misnotað yfir eitt þúsund börn kynferðislega á síðustu 70 árum.

„Með skömm og eftirsjá viðurkennum við í samfélagi kirkjunnar að við vorum ekki til staðar, við gripum ekki til aðgerða á réttum tíma,“ segir páfi m.a. í bréfinu. Þá segir hann að kaþólska kirkjan hafi ekki hugsað nægilega vel um fórnarlömbin og að kirkjan hafi yfirgefið þau.

Í bréfinu kallar hann eftir því að bundinn verði endir á „dauðamenningu“ (e. culture of death) innan kaþólsku kirkjunnar, hann viðurkennir að mistök hafi átt sér stað og biðst fyrirgefningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert