Meirihluti óánægður með Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Meirihluti Bandaríkjamanna, 60%, er óánægður með störf Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í nýrri könnun en meirihluti svarenda styður rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á tengslum Trumps við Rússa í aðdraganda kosninganna haustið 2016.

Sjónvarpsstöðin ABC og dagblaðið Washington Post létu framkvæma könnunina. Þar kemur fram að 36% svarenda eru ánægð með störf forsetans.

Í síðustu könnun sem ABC lét gera í apríl sögðust 40% þeirra sem svöruðu vera ánægð með störf forsetans en 56% óánægð. Könnunin var gerð dagana 26. til 29. ágúst og úrtakið var 1.003 einstaklingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert