Hnífaárásin var hryðjuverk

Árás á bandarísk hjón á aðallestarstöðinni í Amsterdam í gær …
Árás á bandarísk hjón á aðallestarstöðinni í Amsterdam í gær var hryðjuverk. AFP

Árás á bandarísk hjón á aðallestarstöðinni í Amsterdam í gær var hryðjuverk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hollenskum yfirvöldum.

Hjónin voru flutt alvarlega særð á spítala eftir árásina en líðan þeirra er stöðug, samkvæmt upplýsingum frá Pete Hoekstra, sendi­herra Banda­ríkj­anna í Hollandi.

Árás­armaður­inn var skot­inn á staðnum en hann er ekki í lífs­hættu. Hann er 19 ára gam­all af af­gönsk­um upp­runa en er með dval­ar­leyfi í Þýskalandi. Lögreglan stendur vörð á spítalanum þar sem hann dvelur en hann mun koma fyrir dómara á mánudag.

Rannsókn málsins er á frumstigi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bendir allt til að árásarmaðurinn hafi valið hjónin af handahófi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert