Segist ekki vera óþekkti embættismaðurinn

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki vera höfundur greinar sem birtist í bandaríska dagblaðinu New York Times þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er harðlega gagnrýndur og því haldið fram að embættismenn ríkisstjórnar hans vinni að því að grafa undan honum vegna ótta við það hversu „óútreiknanlegur“ og „siðlaus“ hann sé.

Ráðherrann er staddur í Delí á Indlandi og lét ummæli sín falla þar aðspurður. Sagði hann greinina sorglega. Vísaði hann því sem fram kemur í greininni á bug.

Sjálfur brást Trump við með því að krefjast þess að New York Times upplýsti hver höfundur greinarinnar væri.

Ennfremur setti hann færslu á Twitter þar sem hann veltir því upp að landráð hafi verið framin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert