Obama kallar eftir skýrum skilaboðum frá kjósendum

Obama kallaði eftir skýrum skilaboðum frá kjósendum í ræðu sinni …
Obama kallaði eftir skýrum skilaboðum frá kjósendum í ræðu sinni í dag. AFP

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag kjósendur til þess að veita Demókrataflokknum aftur völd á Bandaríkjaþingi og fordæmdi um leið „óttadrifin stjórnmál“ sem hann sagði að væru að sundra bandarísku þjóðinni.

Í ræðu sinni í Anaheim í Kaliforníu sagði Obama að bandaríska þjóðin upplifði nú krefjandi tíma. Kjósendur þyrftu að senda skýr skilaboð í komandi þingkosningum um að þeir vildu „snúa við hringrás reiði og sundrungar“ og endurheimta „heilbrigða skynsemi“ í stjórnmálin þar í landi.

Obama nefndi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, ekki á nafn í ræðu sinni í dag ólíkt því sem hann gerði í ræðu sinni í Illinois í gær.

AFP

Þá sagði Obama að mesta ógnin við lýðræðið í Bandaríkjunum væri ekki einn einstaklingur eða milljarðamæringar sem vilja hafa áhrif á stjórnmálin þar í landi heldur væri það sinnuleysi og afskiptaleysi kjósenda.

„Ef við tökum okkur ekki á getur ástandið versnað,“ sagði hann meðal annars í ræðu sinni, sem var hvorki eins löng né beinskeytt og ræða hans í gær.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert