Sósíaldemókratar stærstir samkvæmt útgönguspá

Mikil spenna er í Svíþjóð vegna þingkosninganna sem fara þar …
Mikil spenna er í Svíþjóð vegna þingkosninganna sem fara þar fram í dag. AFP

Kjörstöðum í Svíþjóð lokaði kl. 18 og samkvæmt fyrstu útgönguspám er flokkur Sósíaldemókrata stærstur. Þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir er nærst stærsti flokkurinn.

Sænska ríkisútvarpið SVT spáir því að Sósíaldemókratar, flokkur Stefan Löfvens, forsætisráðherra landsins, fái 26,2% og Svíþjóðardemókrartar 19,2%. Hægriflokkurinn Moderaterna fá 17,8% skv. spánni.

Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata og forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrata og forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Vinstriflokkurinn fær 9%, Miðflokkurinn 8,9%, Kristilegir demókratar 7,4% og Frjálslyndi flokkurinn 5,5%.

SVT spáir því að rauðgrænu flokkarnir fái um 39,4% atkvæða og hægribandalag borgaraflokkanna fái 39,6%. 

Talning er hafin og nú bíða margir spenntir að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum og hversu nálægt spáin verður. 

Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, á kjörstað í Stokkhólmi
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, á kjörstað í Stokkhólmi AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert