Þingið samþykkir að kjósa um Kavanaugh

Dómaraefnið Brett Kavanaugh. Öldungadeildin hefur samþykkt að kosið verði um …
Dómaraefnið Brett Kavanaugh. Öldungadeildin hefur samþykkt að kosið verði um tilefningu hans til Hæstaréttar. AFP

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú fyrir stuttu með naumum meirihluta að kosið verði um Brett Kavanaugh, dómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem næsta hæstaréttardómara landsins. BBC greinir frá.

Kjörið í dag, svonefnt „cloture“, var eins konar prófsteinn á stuðninginn við Kavanaugh sem hefur sætt ásökunum um kynferðislegt ofbeldi af hálfu nokkurra kvenna.

Þingið mun svo kjósa um tilnefninguna á morgun og verða þá allra augu á fjórum öldungadeildarþingmönnum sem enn þykir óvíst hvort muni styðja Kavanaugh.

Meiri lík­ur þykja þó orðnar en minni á því að Kavan­augh verði skipaður dóm­ari við Hæsta­rétt lands­ins eft­ir að tveir re­públi­kan­ar, sem höfðu lýst yfir efa­semd­um um hann áður, skiptu um skoðun eft­ir lest­ur skýrslu FBI um Kavanaugh í gær.

Í Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna sitja níu dóm­ar­ar og eru þeir skipaðir fyr­ir lífstíð. Verði Kavan­augh skipaður er hann tal­inn styrkja stöðu íhalds­samra afla við dóm­stól­inn en Hæstirétt­ur tek­ur á grund­vall­ar­mál­um sam­fé­lags­ins, s.s. þungunarrofi, vopna­eign og kosn­inga­lög­um.

Hundruð mótmælenda, sem ekki eru sáttir við dómaraefnið, söfnuðust saman í Washington í gær, til að mótmæla tilnefningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert