Krefjast rannsóknar á hvarfi Khashoggi

Frá sendiskrifstofu Sáda í Istanbúl, þar sem Khashoggi sást síðast …
Frá sendiskrifstofu Sáda í Istanbúl, þar sem Khashoggi sást síðast 2. október síðastliðinn. AFP

Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa krafist þess að ljósi sé varpað á mál Jamal Khashoggi. Leiðtogar þjóðanna krefjast ítarlegrar rannsóknar á hvarfi hans. AFP greinir frá þessu.

Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra allra þriggja þjóðanna, Jeremy Hunt, Jean-Yves Le Drian og Heiko Maas, segir að sækja verði til saka þann sem er ábyrgur fyrir þessu mannshvarfi.

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Eins og fjallað hefur verið um hvarf Khashoggi eftir að hafa farið inn í sádiarabíska sendiráðið í Istanbúl, 2. október síðastliðinn. Margt er talið benda til þess að þar hafi honum verið ráðinn bani.

Í yfirlýsingunni sem utanríkisráðuneyti Breta sendir út segir að þjóðirnar þrjár sem standi að yfirlýsingunni líti málið alvarlegum augum. Það verði að komast til botns í því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert