Íhuga sniðgöngu vegna Khashoggi

Blaðamaðurinn sást síðast við ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi …
Blaðamaðurinn sást síðast við ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi 2. október sl. AFP

Bandarísk og bresk stjórnvöld íhuga að sniðganga stóra alþjóðlega ráðstefnu sem á að fara fram í Sádi-Arabíu vegna hvarfsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 

Khashoggi, sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu, hvarf 2. október eftir að hafa heimsótt ræðismannsskrifstofu sína í Istanbúl í Tyrklandi.

Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi.
Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi. AFP

Tyrknesk yfirvöld telja að útsendarar á vegum yfirvalda í Sádi-Arabíu hafi myrt hann, að því er segir á vef BBC. Sádi-arabísk stjórnvöld vísa þessu á bug og segja að það sé lygi. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann muni refsa Sádi-aröbum beri þeir ábyrgð á dauða Khashoggi. 

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að mæta ekki.
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að mæta ekki. AFP

Nokkrir styrktaraðilar og fjölmiðlaveitur hafa vegna málsins ákveðið að hætta við að taka þátt í stórri fjárfestaráðstefnu sem á að fara fraí Riyadh, sem hefur verið kölluð Davos-ráðstefnan í eyðimörkinni. 

BBC hefur eftir heimildarmönnum að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Liam Fox, viðskiptamálaráðherra Bretlands, séu nú að íhuga að mæta ekki á ráðstefnuna, sem er í boði Mohammeds bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, en hann ætlar sér að kynna á ráðstefnunni nýja umbótaáætlun sína fyrir landið. 

Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, íhugar einnig að sleppa ráðstefnunni vegna …
Liam Fox, viðskiptaráðherra Bretlands, íhugar einnig að sleppa ráðstefnunni vegna málsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert