Lést í skotárás í Uppsölum

Fjöldi fólks gerði lögreglu viðvart um árásina sem átti sér …
Fjöldi fólks gerði lögreglu viðvart um árásina sem átti sér stað klukkan 21:38 að staðartíma. AFP

Einn maður er látinn og annar særður eftir skotárás í Uppsölum í Svíþjóð í gærkvöldi. Samkvæmt nýjustu fréttum SVT er enginn í haldi vegna árásarinnar.

Fjöldi fólks gerði lögreglu viðvart um árásina sem átti sér stað klukkan 21:38 að staðartíma. Tveir særðust í árásinni og annar lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í nótt.

Saksóknarar hafa tekið við málinu af lögreglu og segja ástæður árásarinnar óljósar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert