Merkel vill „raunverulegan Evrópuher“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

„Við eigum að vinna að þeirri hugsjón að skapa raunverulegan Evrópuher einn daginn,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í ræðu sem hún flutti í gær í Evrópusambandsþinginu í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún tók undir með Frakklandsforseta.

„Sameiginlegur evrópskur her myndi sýna heiminum að það verði aldrei aftur stríð á milli Evrópuríkja,“ sagði Merkel enn fremur og bætti við að slíkur her myndi ekki grafa undan NATO. Hliðstæð ummæli Emmanuels Macron, forseti Frakklands, nýverið urðu til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti brást illa við en Macron sagði tilgang slíks hers Evrópusambandsins verða að verjast Rússlandi og Kína og jafnvel einnig Bandaríkjunum.

Fram kemur í frétt þýsku fréttaveitunnar DPA að málið sé umdeilt þar sem ekki séu öll ríki Evrópusambandsins reiðubúin að gefa eftir fullveldi sitt í varnarmálum. Hins vegar hafi sambandið þegar á að skipa hersveitum sem beita megi í neyðarástandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert