Trump heldur áfram árásum á Macron

Donald Trump Bandaríkjaforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. …
Donald Trump Bandaríkjaforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Trump er verulega ósáttir með tillögur Macrons um sérstakan Evrópuher. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í dag áfram árásum sínum á Emmanuel Macron Frakklandsforseta vegna tillögu þess síðarnefnda um að stofna þyrfti sérstakan Evrópuher.

„Emmanuel Macron leggur til að [Evrópa] stofni eigin her til að verja Evrópu gegn Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi, en það var Þýskaland í heimsstyrjöldinni fyrri og síðari og hvernig virkaði það fyrir Frakkland?“ sagði forsetinn á uppáhaldssamskiptamiðli sínum Twitter. „Þeir voru byrjaðir að læra þýsku í París áður en Bandaríkin mættu á svæðið. Borgið fyrir NATO eða sleppið þessu!“

Tillaga Macrons um að Evrópa ætti að íhuga að stofna sameiginlegan Evrópuher vakti reiði Trumps um helgina og hefur hann áður sagt þau vera móðgandi og að Evrópa ætti fyrst að borga „sann­gjarn­an hluta af Atlants­hafs­banda­lag­inu“ sem Bandaríkin „niður­greiði stór­kost­lega“.

„Við verðum að verja okk­ur sjálf með til­liti til Kína, Rúss­lands og jafn­vel Banda­ríkj­anna,“ eru þau orð Macrons sem vöktu reiði Bandaríkjaforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert