Ofneysla á kostnað endurvinnslu

Félagar í Les Amis de la Terre og ANV Cop2 …
Félagar í Les Amis de la Terre og ANV Cop2 hentu raftækjum í hrúgu fyrir utan höfuðstöðvar Amazon í París í morgun. AFP

Hópur umhverfissinna tók sig saman um að henda gömlum raftækjum, áhöldum og öðru rusli í hrúgu fyrir utan höfuðstöðvar Amazon-netverslunarinnar í París í morgun. Er þetta gert í tilefni af svörtum föstudegi en aðgerðasinnarnir segja Amazon hvetja neytendur til ofneyslu á sama tíma og lítið sem engin áhersla er lögð á endurvinnslu hjá fyrirtækinu.

Fólkið kom með gamlar þvottavélar, tölvur, skjái, rafmagnsleiðslur og fleira á ruslahauginn fyrir utan Amazon íClichy. Frakkar líkt og flestar Evrópuþjóðir halda svartan föstudag hátíðlegan, útsöludaginn eftir þakkargjörðarhátíðina. 

AFP

Alma Dufour, sem er félagi í samtökunum Jarðarvinir, segir að þau saki Amazon um að brjóta lög með því að koma ekki upp kerfi þar sem tekið er á móti raftækjum og þau endurunnin á sómasamlegan hátt. Þetta er vannýtt uppspretta, segir hún. 

Dufour segir viðskiptahugmyndina á bak við Amazon vera þá að hvetja til ofneyslu. Boðið sé upp á ofur-lágt verð og styttri og styttri afhendingartíma sem ekki er í samræmi við markmið í loftlagsmálum. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert