Regluverk Parísarsamningsins samþykkt

Antonio Guterre, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í dag samningamenn við …
Antonio Guterre, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í dag samningamenn við að það jafngilti sjálfsvígshvöt fyrir plánetuna tækist þeim ekki að fallast á auknar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. AFP

Samkomulag náðist í kvöld eftir maraþonviðræður um næstu skref í baráttunni gegn hlýnun jarðar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi. AFP-fréttaveitan segir samkomulagið þó fara fjarri því að mæta þeim stöðlum sem þyrfti að ná ætti að taka að forða þeim ríkjum sem hvað viðkvæmust eru fyrir áhrifum hlýnunar jarðar.

Fulltrúar þeirra tæplega 200 ríkja sem undirritað hafa Parísarsamninginn sátu við samningaborðið í gegnum nóttina til að reyna að komast að samkomulagi um reglu­verk varðandi inn­leiðingu Par­ís­ar­samn­ings­ins, m.a. fyr­ir­komu­lag  lofts­lags­bók­halds og hvernig halda eigi utan um los­un­ar­töl­ur svo fylgj­ast megi með sam­drætti og þeim mark­miðum sem menn hafa sett sér.. Ráðstefnunni átti upphaflega að ljúka í gær en hún var svo framlengd til dagsins í dag eftir að samningar höfðu ekki náðst.

 „Þetta er búin að vera löng vegferð,“ sagði Michal Kurtyka stjórnandi COP24 loftslagsráðstefnunnar. „Við gerðum okkar besta til að skilja engan útundan.“

New York Times segir reglugerðina sem samþykkt var skylda öll ríki í heimi til að fylgja sömu stöðum varðandi mælingu á losun gróðurhúsalofttegunda og eins sé þeim gert að skilgreina stefnu sína í loftslagsmálum. Þá voru ríki heims hvött til að herða aðgerðir sínar gegn losun fyrir loftslagsfundin árið 2020.

Þá voru efnameiri ríki heims skylduð til að vera skýrari varðandi þá aðstoð sem þau ætli að veita fátækari ríkjum til að koma sér upp hreinni orkugjöfum eða auka þanþol sitt gegn náttúruhörmungum. Eins á regluverkið að auðvelda þeim ríkjum sem eru að dragast aftur úr varðandi áætlanir um að mæta losunarmarkmiðum sínum að óska eftir aðstoð við að komast aftur á rétta leið.

Mótmælendur við ráðstefnuhöllina í Katowice krefja ríki heims um aðgerðir.
Mótmælendur við ráðstefnuhöllina í Katowice krefja ríki heims um aðgerðir. AFP
Carolina Schmidt umhverfisráðherra Chile, fagnar því að Chile muni hýsa …
Carolina Schmidt umhverfisráðherra Chile, fagnar því að Chile muni hýsa loftslagsráðstefnuna á næst ári. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert