Seðlum rigndi yfir vegfarendur

Lögregla hefur gefið út að fólk verði að skila peningunum.
Lögregla hefur gefið út að fólk verði að skila peningunum. AFP

Bilun í peningaflutningabíl olli usla á fjölfarinni hraðbraut í Bandaríkjunum á dögunum þegar seðlum rigndi á götuna og vegfarendur stöðvuðu för sína til að fylla veskið.

Atvikið átti sér stað í ríkinu New Jersey á dögunum og héldu margir vegfarendur eflaust að jólin hefðu komið snemma í ár þegar peningum fór að rigna yfir bíla þeirra.

Talsverð hætta skapaðist vegna vegfarenda sem stöðvuðu bifreiðar sínar á hraðbrautinni og hlupu um til að fá sem mest í sinn hlut. Tilkynnt var um nokkur umferðarslys vegna atviksins, að sögn lögreglu á svæðinu.

Lögregla hefur gefið út að fólk verði að skila peningnum sem það tíndi upp af götunni þennan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert