Helmingslíkur ef samningi verður hafnað

Liam Fox.
Liam Fox. AFP

Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í bresku stjórninni, segir helmingslíkur á því að Bretland muni ekki yfirgefa Evrópusambandið 29. mars ef þingmenn hafna Brexit-samningi Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í næsta mánuði.

Fox sagði í samtali við Sunday Times að líkurnar á Brexit yrðu ekki 100%  nema þingmenn styðji samninginn, að því er BBC greindi frá. 

Hann sagði að ef samningnum verði hafnað myndi það „skemma fyrir traustinu á milli kjósenda og þingsins“.

Kosið verður um Brexit-samninginn þriðju vikuna í janúar.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert