Yngsta þingkonan sór embættiseið

Al­ex­andria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrataflokksins fyrir New York, tók sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær og er hún yngsta kon­an sem kjör­in hef­ur verið á þing, en hún er á þrítug­asta ald­ursári. Ocasio-Cortez er fædd og upp­al­in í Bronx og kem­ur fjöl­skylda henn­ar frá Pu­erto-Rico. 

Ocasio-Cortez kom öllum að óvörum þegar hún sigraði reynslu­bolt­ann Joe Crowley, 56 ára, í for­kosn­ing­um demó­krata fyr­ir þing­kosn­ing­ar 14. um­dæm­is New York-rík­is í sumar. Crowley sat tíu tíma­bil fyr­ir demó­krata og töldu marg­ir að hann væri lík­leg­ur leiðtogi flokks­ins eða jafn­vel for­seti full­trúa­deild­ar þings­ins. 

Kosn­inga­bar­átta henn­ar þótti nokkuð rót­tæk á banda­rísk­an mæli­kv­arða en hún styður gjald­frjálsa há­skóla­mennt­un, heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir all­ar stétt­ir og end­ur­skipu­lagn­ingu rétt­ar­kerf­is­ins. 

Aldrei fleiri konur á þingi

Setning þingsins í gær var söguleg að mörgu leyti en aldrei hafa fleiri kvenkyns kjörnir þingmenn tekið sæti á þingi, eða 36 talsins, og eru kon­urn­ar alls 102 og hafa aldrei verið fleiri.

Hóp­ur­inn hef­ur held­ur aldrei verið jafn fjöl­breytt­ur en tvær þeirra eru múslim­ar, þær Rashida Tlaib þingmaður Michigan-rík­is og Ilh­an Omar frá Minnesota, og þá eru þær Debra Haaland frá Nýja-Mexí­kó og Sharice Dav­ids frá Kans­as fyrstu kon­urn­ar af frum­byggja­ætt­um til þess að taka sæti í full­trúa­deild­inni.

Alexandria Ocasio-Cortez er yngsta þingkona Bandaríkjanna, en hún verður þrítug …
Alexandria Ocasio-Cortez er yngsta þingkona Bandaríkjanna, en hún verður þrítug á árinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert