Fyrsti trans-þingmaður Þýskalands

Ganserer sem Markus (til vinstri) og Tessa (til hægri).
Ganserer sem Markus (til vinstri) og Tessa (til hægri). Samsett mynd

Þýski þingmaðurinn Markus Ganserer greindi frá því á blaðamannafundi í síðustu viku að hann hygðist koma út sem transkona. Ganserer ætlar að taka upp nafnið Tessa en hún þarf þó að bíða í eitt ár áður en hún má breyta nafninu sínu formlega samkvæmt þýskum lögum.

Greint er frá á fréttavef RT og kemur þar fram að Ganserer verði fyrsti trans-þingmaður Þýskalands, en Markus hlaut endurkjör í kosningunum í Bæjaralandi í október sl. Á blaðamannafundinum í síðustu viku sagðist hún hafa verið trans í áratug og að hún hafi komist að sínu rétta kyni þegar hún byrjaði að klæðast kjólum heima fyrir. 

Tessa Ganserer er gift og á tvo syni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert