Handaband orðið lögbundið

Innflytjendaráðherra Danmerkur Inger Støjberg.
Innflytjendaráðherra Danmerkur Inger Støjberg. AFP

Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Inger Støjberg, veitti níu manns danskan ríkisborgararétt við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn. Einn hluti af athöfninni er að sá sem fær ríkisborgararéttinn verður að taka í hönd embættismanns sem veitir þeim réttinn formlega. Í þessu tilviki ráðherra.

Ný lög varðandi ríkisborgararétt tóku gildi um áramótin í Danmörku og eitt af því sem þar kemur fram er handaband. Bannað er að vera með hanska og ef viðkomandi neitar þá fær hann ekki ríkisborgararéttinn. Litið er á að þessu ákvæði sé beint að múslimum sem neita að taka í hönd fólks af öðru kyni.

Støjberg lá ekki á skoðun sinni varðandi þetta nýja ákvæði laga í ræðu sem hún flutti við athöfnina. Sagði hún að handabandið markaði upphaf ríkisborgararéttar viðkomandi. Að viðkomandi væri orðinn danskur ríkisborgari, að því er segir í frétt Ritzau. 

Thomas Andresen, bæjarstjóri í Aabenraa á Suður-Jótlandi og flokksbróðir Støjberg í Venstre, gagnrýndi aftur á móti ákvæðið og áhersluna á handabandið. Sagði hann það ganga allt of langt og minna á drottinvald.

Það sé gjöf að fá ríkisborgararétt en að krefjast þess að þú verðir að taka í hönd einhvers að launum er of langt gengið, segir Andresen í viðtali við danska ríkisútvarpið.

„Ef þú tekur ekki í hönd viðkomandi þá færðu ekki ríkisborgararétt og hættir á að fá ekki að búa í landinu. Fyrir mig er það skýrt merki um drottinvald,“ segir hann í viðtali við <strong><a href="https://www.dr.dk/nyheder/regionale/syd/v-borgmester-kritiserer-haandtryksceremoni-overdrivelse-og-magtdemonstration" target="_blank">DR.</a></strong>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert