Mannfall er sprengja sprakk í kirkju

Mikil eyðilegging varð þegar sprengjurnar sprungu.
Mikil eyðilegging varð þegar sprengjurnar sprungu. AFP

Tvær sprengjur sprungu í og við dómkirkju kaþólskra á Fillipseyjum í dag með þeim afleiðingum að rúmlega 20 létu lífið og tugir særðust.

Fyrri sprengjan sprakk þegar fólk var við sunnudagsmessu á eyjunni Jolo, en þar hafa íslamskir öfgamenn áður gert árásir.

Þegar hermenn komu á vettvang sprakk önnur sprengja á bílastæði við kirkjuna, að því er segir á vef BBC.

Hermenn sjást standa þar sem kirkjan stendur.
Hermenn sjást standa þar sem kirkjan stendur. AFP

Þetta gerist degi eftir að íbúar í héraðinu, sem eru flestir múslimar, greiddu atkvæði um aukna sjálfsstjórn í allsherjaratkvæðagreiðslu. 

Enginn hópur hefur lýst ábyrgð á ódæðinu. Jolo-eyja er hins vegar þekkt fyrir að vera aðsetur öfgamanna, m.a. liðsmanna sem tengjast samtökunum Abu Sayyaf. 

Fram kemur á vef BBC, að fyrri sprengjan hafi sprungið kl. 8:45 að staðartíma (kl. 00:45 í nótt að íslenskum tíma) við dómkirkjuna, sem hefur áður verið skotmark. Flestir hinna látnu eru saklausir borgarar.

Kirkjubyggingin.
Kirkjubyggingin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert