Bjóða 750 þræla velkomna

Fleiri þúsund flóttamenn drukkna á ári hverju á leiðinni til …
Fleiri þúsund flóttamenn drukkna á ári hverju á leiðinni til Evrópu. AFP

Yfirvöld í Kanada hafa ákveðið að bjóða 750 fyrrverandi þræla frá Líbýu velkomna til landsins sem flóttamenn. Ráðherra innflytjendamála segir að hryllilegar myndir frá þrælamörkuðum í Líbýu hafi snert sig mjög og því hafi verið ákveðið að bregðast við beiðni Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um að veita flóttafólki frá Líbýu aðstoð.

AFP

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á flóttafólki sem fer um Líbýu á leið sinni til Evrópu og árið 2017 voru birtar myndir af þrælamörkuðum í Líbýu í fréttum CNN í tengslum við fjölmörg sjóslys á Miðjarðarhafi. Ahmed Hussen, ráðherra innflytjendamála, segir að heimurinn hafi fengið áfall við að sjá þessar myndir og Kanada sé eitt fárra ríkja sem hefur skuldbundið sig til þess að vinna með UNHCR að því að veita fyrrverandi þrælum skjól. Hussen er sjálfur fyrrverandi flóttamaður frá Sómalíu.

Jafnframt ætlar Kanada að taka á móti 100 flóttamönnum frá Níger sem hefur verið bjargað úr haldi í flóttamannamiðstöðvum í Líbýu en meðal þeirra eru fórnarlömb mansals.

Hluti af hópnum er þegar kominn til Kanada segir Hussen. 

Flóttafólki er bjargað nánast daglega úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.
Flóttafólki er bjargað nánast daglega úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. AFP

Fyrir ári var skýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt fyrir fulltrúum 15 aðildarríkja öryggisráðsins þar sem staðfestar eru upplýsingar um pólitískan glundroða, mansal og fleiri skelfilega hluti í Líbýu. Aðstæður flóttafólks í búðum sem reknar eru af uppreisnarmönnum og hersveitum stjórnvalda þar sem fólki er misþyrmt og selt í þrældóm.

Fjallað var um þessi málefni á mbl.is í nóvember: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert