Milljón dala trygging

Söngvarinn R. Kelly við komuna á lögreglustöð í Chicago í …
Söngvarinn R. Kelly við komuna á lögreglustöð í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum í gær. AFP

Tryggingin sem bandaríski söngvarinn R. Kelly þarf að greiða til að losna úr haldi lögreglu er ein milljón Bandaríkjadala. Þetta ákvað dómarinn í málinu, John Fitzgerald Lyke Jr., nú í kvöld. Kelly er ákærður í tíu liðum fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn fjórum konum. Þrjár kvennanna voru á aldrinum 13 til 17 ára þegar meint brot voru framin.

Saksóknarar í málinu sögðust hafa undir höndum DNA-sýni úr einu fórnarlamba sem pössuðu við erfðaefni söngvarans. Þá benda bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn á lífsýni af bol annars fórnarlambs hans til þess að sýnið sé einnig úr honum.

Dómarinn sagði að Kelly mætti ekki eiga í neinum samskiptum við einstaklinga undir 18 ára aldri eða hafa samband við meint fórnarlömb eða vitni í málunum. Þá var vegabréf hans tekið af honum. 

Þrátt fyrir að tryggingin sé ein milljón dala þarf Kelly aðeins að reiða fram tíund þeirrar fjárhæðar, eða 100 þúsund dali, til þess að losna úr fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert