Kim lagður af stað til Hanoi með lest

Frá brottför leiðtogans.
Frá brottför leiðtogans. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lagður af stað með lest til Hanoi í Víetnam þar sem hann fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni.

Fundur leiðtoganna er á dagskrá á miðvikudag og fimmtudag, en þeir hittust fyrst í Singapore í júní í fyrra. Það var fyrsti fundur leiðtoga Norður-Kóreu með bandarískum forseta síðan fyrir Kóreustríðið.

Helsta viðfangsefni Trumps fyrir báða fundina hefur verið kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og er forsetinn undir miklum þrýstingi um að ná framförum á þessum öðrum fundi hans með Kim. Að öðru leyti er ekki vitað hvað fram mun fara á fundum leiðtoganna.

Kim ætlar í opinbera heimsókn til Víetnam áður en fundur hans með Trump hefst og er því lagður af stað með svo góðum fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert