Trump tilfinningaríkur á Twitter

Forsætisráðherra Víetnam, Nguyen Xuan Phuc, og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forsætisráðherra Víetnam, Nguyen Xuan Phuc, og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var ákaflega tilfinningaríkur í færslum sínum á Twitter í nótt en hann er staddur í höfuðborg Víetnam, Hanoi, þar sem hann hittir starfsbróður sinn frá Norður-Kóreu, Kim Jong-un, síðar í dag.

Trump heitir íbúum Norður-Kóreu stórkostlegri, „AWESOME“, framtíð ef vinur hans, Kim, samþykkir að stöðva kjarnorkuvopnaframleiðslu landsins. 

Trump hefur áður talað um ást þeirra á milli og að Norður-Kórea fari að líkjast Víetnam falli ríkið frá framleiðslu kjarnorkuvopna. Víetnam sem áður var kommúnistaríki sem átti í átökum við Bandaríkin eigi nú í blómstrandi viðskiptasambandi við þau í dag. 

Trump lýsti eftir fund sinn með forseta Víetnam, Nguyen Phu Trong, þeim framkvæmdum sem hann sá á leiðinni frá flugvellinum á hótelið sem hann dvelur á í Hanoi. Þær væru merki um blómstrandi hag Víetnama. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert