Varar við „martröð sósíalismans“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar stuðningsmenn sína í gær.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar stuðningsmenn sína í gær. AFP

„Við trúum á bandaríska drauminn, ekki martröð sósíalismans,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær í nágrenni Washington, höfuðborgar landsins. Sagði hann að Bandaríkin yrðu aldrei sósíalískt ríki.

Fram kemur í frétt AFP að orðum Trumps hafi verið fagnað mjög. Ræða Trumps tók tvær klukkustundir en þetta var fyrsta skiptið sem hann kom fram opinberlega í Bandaríkjunum eftir fund hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Víetnam í síðustu viku. Forsetinn sagði við stuðningsmenn sína að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur.

Hins vegar sagði Trump að ekki kæmi til greina að ná samningi við Norður-Kóreu eingöngu til þess að ná samningi. Forsetinn gagnrýndi demókrata harðlega fyrir umhverfisstefnu þeirra og sagði hana sósíalíska áætlun sem myndi skaða bandarískan iðnað.

Trump sagði hugmyndir demókrata í heilbrigðismálum kalla á gríðarlegar skattahækkanir og sakaði þá um að hafa yfirgefið venjulega Bandaríkjamenn og hefðbundin bandarísk stjórnmál þegar kæmi til að mynda að innflytjendamálum og fóstureyðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert