Pólitískur titringur vegna hnífaárása

AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekkert beint samband sé milli fjölgunar hnífaárása og fækkunar lögreglumanna. Bæði lögregla og afbrotafræðingar eru á öndverðri skoðun. Fækkun lögreglumanna og samdráttur í þjónustu við ungmenni sé eitruð blanda.

Í heimildarmynd sem sýnd var í bresku sjónvarpi í gærkvöldi kemur fram að 53% aukning hefur orðið á notkun hnífa við glæpi sem ungmenni fremja í Bretlandi, svo sem rán, morð, nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi. Börnum sem hafa þurft að leita læknisaðstoðar vegna áverka eftir hnífstungur hefur fjölgað mjög og hefur tala þeirra nánast tvöfaldast á fimm árum.

Þingmenn Verkamannaflokksins tala um þjóðarharm þegar kemur að dauðsföllum af völdum hnífstunga en May segir að það sem skipti mestu séu viðbrögð lögreglu og að ríkisstjórnin telji mikilvægt að skoða betur hvað liggi á bak við þessa miklu notkun hnífa meðal ungmenna. 

Nemendur í menntaskóla í Manchester stóðu fyrir tveggja mínútna langri þögn í gær til að minnast Yousef Makki, 17 ára nemanda, sem var stunginn til bana á laugardaginn. Tveir jafnaldrar hans hafa verið handteknir grunaðir um morðið.  

Í London er unnið að rannsókn á morði á 17 ára gamallar stúlku, Jodie Chesney, á föstudag. Chesney var stungin til bana þar sem hún sat á bekk ásamt vinum sínum í Romford-garðinum. 

Í gær voru sex handteknir eftir að hafa hótað nemendum við menntaskóla í Lancashire með hnífum. Einn piltur varð fyrir stungu en er ekki í lífshættu.

Sky

Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert