Fjölmiðlafrelsi hjá innan við 10% jarðarbúa

AFP

Innan við tíu prósent jarðarbúa býr í ríkjum þar sem fjölmiðlafrelsi ríkir á þann hátt að blaðamenn njóta frelsis og geta starfað sjálfstætt án afskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum blaðamanna án landamæra á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis.

Lýðræði getur ekki þrifist án gagnsærra og áreiðanlegra upplýsinga segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis, 3.maí. Þetta kemur fram á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu.

„Lýðræði stendur ekki undir nafni án aðgangs að gagnsæjum og áreiðanlegum upplýsingum. Það er hornsteinn sanngjarnra og óvilhallra stofnana sem draga valdhafa til ábyrgðar og segja valdamönnum sannleikann,” segir Guterres.

Tilgangurinn með þessum alþjóðlega degi fjölmiðlafrelsis er að minna ríkisstjórnir á nauðsyn þess að virða skuldbindingar um fjölmiðlafrelsi. Dagurinn er einnig ætlaður til umhugsunar innan stétta fjölmiðlafólks um málefni þessu tengd og siðferði blaðamennsku.

Vefur Blaðamanna án landamæra

Vefur UNRIC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert