Brexit-flokkurinn langstærstur

AFP

Nýstofnaður flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn nýtur mest stuðnings meðal breskra kjósenda ef marka má skoðanakönnun sem birt er í Observer í dag. Flokkurinn vill fullan aðskilnað frá Evrópusambandinu. 

Brexit-flokkurinn er með 34% fylgi meðal kjósenda til Evrópuþingsins á meðan Verkamannaflokkurinn er með 21%. Frjálslyndir demókratar, sem eru andsnúnir Brexit, eru með 12% atkvæða en flokkurinn hefur aukið fylgi sitt á milli skoðanakannanna um 5% á meðan Verkamannaflokkurinn er með 7% minna fylgi en í síðustu könnun. Flokkur Theresu May, forsætisráðherra, Íhaldsflokkurinn er í fjórða sæti með 11% fylgi. 

Ef Bretar hefðu yfirgefið ESB líkt og til stóð 29. mars þá væru Bretar ekki að taka þátt í kosningum til Evrópuþingsins en kosningarnar verða haldnar í Bretlandi 23. maí. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 greiddu 52% kjósenda með útgöngu úr ESB á meðan 48% vildu áfram vera í ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert