16 stúlkur særðust í árásinni

AFP

Sextán þeirra sem særðust í árás hnífamanns á strætóbiðstöð í Japan í morgun eru skólastúlkur. Stúlka á tólfta ári lést og eins faðir einnar stúlkunnar sem særðist. Tvær stúlkur og kona eru mjög alvarlega særðar eftir árásina.

Japanskir fjölmiðlar greina frá því að Hanako Kuribayashi, 11 ára og Satoshi Oyama, 39 ára starfsmaður utanríkisráðuneytisins, hafi látist á sjúkrahúsi í kjölfar árásarinnar. Árásarmaðurinn, sem var 57 ára gamall, lést einnig af völdum áverka sem hann veitti sér sjálfur.

AFP

Samkvæmt frétt japanska ríkissjónvarpsins, NHK, á maðurinn að hafa verið með hnífa í hvorri hendi og stungið fórnarlömb sín þar sem þau biðu eftir strætó skömmu fyrir klukkan 8 í morgun að staðartíma (klukkan 23 að íslenskum tíma). Atvikið átti sér stað í borginni Kawasaki sem er í úthverfi Tókýó. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi verið stutthærður og með gleraugu. Hann hafi öskrað á börnin að hann ætlaði að drepa þau. 

Alls særðust 18 í árásinni auk þeirra sem létust. Flestir þeirra voru stúlkur sem voru að bíða eftir skólabílnum á leið í Caritas grunnskólann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert