Segir ummælin tilvitun í Biblíuna

Israel Folau.
Israel Folau. AFP

Peningar streyma inn á söfnunarreikning ástralska ruðningsleikmannsins Israel Folau sem var rekinn úr áströlsku ruðningsdeildinni fyrir hatursummæli í garð samkynhneigðra. Hann hefur sett á laggirnar hópsöfnun fyrir lögfræðikostnaði en hann ætlar í mál við Ruðningssamband Ástralíu fyrir brottvikninguna.

Folau, sem er heittrúaður og kristinn, var rekinn í síðasta mánuði eftir að dómstóll á vegum Rugby Australia sagði hann sekan um alvarlegt brot en hann birti á samfélagsmiðlum ummæli um að helvíti biði samkynhneigðra og annarra sem hann taldi synduga.

Leikmaðurinn segir sjálfur að hann hafi aðeins verið að birta skilaboð úr Biblíunni. Hann hefur því ákveðið að draga sambandið fyrir dóm og það kostar sitt, samkvæmt frétt AFP. 

Samkvæmt því sem fram kemur á söfnunarsíðu hans, GoFundMe, er ætlunin að safna 3 milljónum Ástralíudala, sem svarar til 250 milljóna króna, en Folau var áður einn af hæstlaunuðustu ruðningsleikmönnum heimsins. Þegar hafa yfir 3.700 manns tekið þátt og lagt til yfir 330 þúsund Ástralíudali en söfnunin hófst fyrr í dag.

Færsla Folau á Instagram var eftirfarandi:„Drunks, homosexuals, adulterers, liars, fornicators, thieves, atheists and idolators - Hell awaits you.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert