Merkel segist vera „í lagi“

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist vera við góða heilsu og …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist vera við góða heilsu og vildi ekkert frekar tjá sig um heilsufar sitt þegar eftir því var leitað á blaðamannafundi í tengslum við ráðstefnu G20 ríkjanna sem stendur nú yfir í Osaka í Japan. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, segir að sér líði vel, þrátt fyrir tvö skjálftaköst með stuttu millibili síðustu daga sem hafa vakið upp spurningar um heilsufar kanslarans. 

Merkel sást hríðskjálfa í annað sinn við at­höfn í Berlín í fyrradag, átta dög­um eft­ir að svipað at­vik átti sér stað. 

Áhyggj­ur af heilsu Merkel vöknuðu eft­ir að hún titraði og skalf við hlið Volody­myr Zelen­sky, for­seta Úkraínu, 18. júní. Merkel sagðist vera við góða heilsu og sagði skjálft­ann vera til kom­inn vegna uppþorn­un­ar. 

Merkel er meðal leiðtoga sem sækja ráðstefnu G20 ríkjanna í Osaka um helgina. Aðspurð hvað orsakaði skjálftaköstin og hvort hún væri búin að leita læknisaðstoðar sagði Merkel að hún „hefði ekki frá neinu sérstöku að segja,“ að því er fram kemur í frétt BBC.  

Dagskrá Merkel hefur verið þétt síðustu daga en hún hefur átt tvíhliða fundi með Donald Trump Bandaríkjaforseta, Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. 

Merkel fjallaði meðal annars um valdeflingu kvenna í ræðu sinni …
Merkel fjallaði meðal annars um valdeflingu kvenna í ræðu sinni á leiðtogafundi G20 ríkjanna. Hér má sjá hana ásamt Theresu May , forsætisráðherra Bretlands, í fríðum hópi karlkyns leiðtoga hinna G20 ríkjanna. AFP

Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, Steffen Seibert, birti myndskeið á Twitter þar sem Merkel flytur ræði um öfgastefnu, valdeflingu kvenna og loftslagsbreytingar. Í myndskeiðinu er Merkel róleg og yfirveguð og laus við allan skjálfta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert