Asísku pari fæddust hvítir drengir

Parið vill ekki koma fram undir nafni af ótta við …
Parið vill ekki koma fram undir nafni af ótta við niðurlægingu, en það kveðst hafa reynt að eignast börn árum saman og eytt yfir 100 þúsund Bandaríkjadölum í frjósemisaðgerðir. Thinkstock

Par í Bandaríkjunum hefur lagt fram kæru vegna frjósemisaðgerðar sem það gekkst undir í Kaliforníu, en það segir börnin sem þeim fæddust ekki vera þeirra.

Málið er þannig vaxið að hvorugur tvíburadrengjanna sem þeim fæddist var asískur í útliti, en báðir foreldrarnir eru asískir og DNA-próf hefur staðfest að drengirnir séu alls óskyldir móðurinn sem þá fæddi og föðurnum sem sæðið var úr. Parið hefur afsalað sér forræðinu yfir drengjunum tveimur, að því er segir í frétt BBC af málinu.

Parið vill ekki koma fram undir nafni af ótta við niðurlægingu, en það kveðst hafa reynt að eignast börn árum saman og hafa eytt yfir 100 þúsund Bandaríkjadölum í frjósemisaðgerðir.

Parið hefur kært læknastofuna þar sem frjósemisaðgerðin var framkvæmd, auk tveggja eigenda hennar, fyrir læknisfræðilega vanrækslu og fyrir að hafa valdið þeim tilfinningalegu uppnámi af ásettu ráði.

Segist parið hafa verið felmtri slegið þegar drengirnir, sem áttu að bera erfðaefni þeirra beggja, komu í heiminn en líktust alls ekki hinum ætluðu foreldrum. Þá kemur fram í kærunni að fyrstu vísbendingar þess að ekki væri allt með felldu hafi komið fram þegar í ljós kom að þau áttu von á tveimur drengjum, en samkvæmt læknunum höfðu karlkyns fósturvísar ekki verið notaðir í aðgerðinni.

Læknastofan hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert