Óskaði Boris Johnson velfarnaðar

Í kjölfar kveðjuræðu sinnar fór Theresa May forsætisráðherra á fund …
Í kjölfar kveðjuræðu sinnar fór Theresa May forsætisráðherra á fund drottningar til þess að afhenda afsagnarbréf sitt. AFP

„Eftir skamma stund fer ég til Buckingham-hallar þar sem ég mun afhenda hennar hátign, drottinngunni, afsagnarbréf mitt og leggja til að hún biðji Boris Johnson um að mynda nýja ríkisstjórn. Ég óska Johnsnon innilega til hamingju með sigurinn í leiðtogakjörinu,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í kveðjuræðu sinni í dag fyrir utan Downing-stræti 10.

Þá óskaði hún Johnson og ríkisstjórn hans velgengni. „Velgengni þeirra verður að velgengni þjóðarinnar og ég vona að hún verði mikil. Árangur þeirra mun bætast við þann árangur sem ríkisstjórnir leiddar af Íhaldsflokknum hafa náð síðasta áratug.“

Kvaðst forsætisráðherrann sannfærður um að takist að ganga úr Evrópusambandinu með hætti sem hentar Bretlandi öllu, geti hafist nýtt upphaf fyrir landið sem geti komið því úr ríkjandi kyrrstöðu.

Að ræðu lokinni lagði May leið sína til Buckingham-hallar og mun Johnson fara á fund drottningarinnar er hennar hátign boðar hann þangað, líklega í dag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert