Þingslit Johnsons ólögmæt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu fyrir stundu að ákvörðun Boris Johnson forsætisráðherra landsins að slíta þinginu og sleppa þinghaldi í fimm vikur rétt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafi verið ólögmæt. 

Þingið hefur ekki starfað síðan 10. september.

Allir ellefu dómarar Hæstaréttar voru sammála. Fram kemur í úrskurðinum að þing eigi að starfa áfram líkt og það hafi aldrei farið í hlé. Forseti þingsins ákveður nú næstu skref. 

Johnson er staddur vestanhafs, á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í New York. Í samtali við blaðamann í gær sagði Johnson að það væri ekki útilokað að hann myndi reyna aftur að senda þingið heim.

Skosk­ur dóm­stóll hafði kom­ist að þeirri niður­stöðu að þingslit­in hefðu ekki verið lög­leg og áfrýjaði rík­is­stjórn­in þeirri niður­stöðu til Hæsta­rétt­ar Bret­lands. 

Dóm­ar­ar hæsta­rétt­ar hlýddu þrjá daga í síðustu viku á rök deiluaðila og rétt­mæti þeirr­ar ákvörðunar John­sons að slíta þinginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert