Yrði „svartur blettur“ á sögu Bandaríkjanna

Lindsey Graham er einn harðasti stuðningsmaður Trump innan öldungadeildarþingsins.
Lindsey Graham er einn harðasti stuðningsmaður Trump innan öldungadeildarþingsins. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham ætlar að biðla til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um að snúa við ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkjaher frá norðurhluta Sýrlands og landamærum Tyrklands.

Graham situr á öldungadeildarþingi fyrir Repúblikanaflokkinn og er einn annálaðasti stuðningsmaður forsetans. 

Trump segir Bandaríkin ekki geta tekið þátt þessum „fáránlegu, endalausu …
Trump segir Bandaríkin ekki geta tekið þátt þessum „fáránlegu, endalausu stríðum“. AFP

Tyrkir hafa ákveðið að ráðast í hernaðaraðgerðir í norðurhluta Sýrlands og hafa heitið því að „hreinsa upp“ kúrda, sem þeir segja hryðjuverkamenn, á svæðinu. Kúrdar voru helstu bandamenn Bandaríkjahers í stríðinu gegn Ríki íslams í Sýrlandi, en nú segir Trump að þeir verði sjálfir að „finna út úr þessu“.

Bandaríkin gætu ekki tekið þátt þessum „fáránlegu, endalausu stríðum“.

Graham segir að með ákvörðuninni séu „hörmungar í uppsiglingu“. Þá muni ákvörðun Bandaríkjanna um að yfirgefa kúrda verða svartur blettur á sögu landsins. Hann býst við stuðningi úr röðum þingmanna beggja flokka við tillögu hans um að snúa ákvörðun Bandaríkjaforseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert