Forgangsmál að yfirgefa ESB 31. október

Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins á breska þinginu í …
Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins á breska þinginu í morgun þegar drottningin flutti stefnuræðu sína og ríkisstjórnarinnar. AFP

Bretar stefna á útgöngu úr Evrópusambandinu í lok þessa mánaðar líkt og staðið hefur til um tíma. Þetta er meðal þess sem kom fram í stefnuræðu Elísabetar Englandsdrottningar á breska þinginu í morgun. Drottningin sagði það vera forgangsmál ríkisstjórnarinnar að ganga úr ESB fyrir 31. október.

Ræðan er samin af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og þar er stiklað á stóru um forgangsmál bresku ríkisstjórnarinnar. 

Þingmenn eru í sínu fínasta pússi með skikkjur og sumar …
Þingmenn eru í sínu fínasta pússi með skikkjur og sumar þingkonur skarta jafnvel kórónum. AFP

Venju samkvæmt var öllu til tjaldað og drottningin ferðaðist í fullum skrúða með hestvagni frá Buckingham-höll að þinghúsinu. Þá voru þingmenn einnig í sínu fínasta pússi með skikkjur og sumar þingkonur skörtuðu jafnvel kórónum. Ræðan var hins vegar með óhefðbundnum hætt í þetta sinn þar sem mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarnar vikur. 

Drottningin ferðaðist í fullum skrúða með hestvagni frá Buckingham-höll að …
Drottningin ferðaðist í fullum skrúða með hestvagni frá Buckingham-höll að þinghúsinu. AFP

Hæstirétt­ur Bret­lands komst að þeirri niður­stöðu 24. september að ákvörðun Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra lands­ins að slíta þing­inu og sleppa þing­haldi í fimm vik­ur rétt fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi verið ólög­mæt. Þingi var slitið 10. september og starfaði því ekki í tvær vikur. 

Johnson hefur ekki meirihluta í þinginu og því er óljóst hvort og hvernig ríkisstjórnin mun koma sínum málum að. Brexit er að sjálfsögðu stærsta málið en 17 dagar eru þar til Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu, rúmum þremur árum eftir að greidd voru atkvæði um útgönguna í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Johnson greindi rík­is­stjórn sinni frá því í gær að mögu­legt væri að landa samn­ingi við Evr­ópu­sam­bandið um hvernig staðið yrði að út­göngu lands­ins úr samband­inu. Mögu­leg leið lægi fyr­ir í þeim efn­um.

Í ræðu sinni sagði drottningin að ríkisstjórn hennar væri að vinna að nýju samkomulagi við Evrópusambandið þar sem fríverslun og samvinnu væru í forgrunni. 

Heilbrigðismál, umhhverfismál og menntamál voru einnig fyrirferðarmikil í stefnuræðu drottningar. Þá sagði hún mikilvægt að bregðast við auknum ofbeldisglæpum í Bretlandi. 
 

Hér má fylgjast með beinni textalýsingu BBC frá stefnuræðu drottningarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert