Bandarískar hersveitir yfirgefa lykilherstöð

Tyrkir og Kúrdar hafa skipst á ásökunum um brot á …
Tyrkir og Kúrdar hafa skipst á ásökunum um brot á vopnahléinu. AFP

Bandarískar hersveitir yfirgáfu stærstu herstöð sína í Norður-Sýrlandi í dag. Tvö héruð í norðurhluta Sýrlands hafa nú verið yfirgefin að fullu.

Hersveitir Tyrkja hófu árásir á landamærum Tyrklands og Sýrlands 9. október síðastliðinn eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir hörfuðu frá svæðinu. 

Tilkynnt var um vopnahlé seint á fimmtudag og gáfu Tyrknesk stjórnvöld Kúrdum frest til þriðjudags til að yfirgefa „örugga svæðið“ sem tyrkneskar hersveitir segjast vilja skapa meðfram suðurhluta landamæranna fyrir þriðjudag. 

Kúrdar voru lykilbandamenn Bandaríkjanna í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir líta á Kúrda sem hryðjuverkamenn. 

Í dag kom fréttaritari AFP auga á fleiri en 70 bandarísk brynvarin farartæki keyra fram hjá norðurhluta sýrlenska bæjarins Tal Tamr. Voru farartækin vopnum búin og þeim fylgt af þyrlum.

Aleppo og Raqua yfirgefin

Sýrlenska mannréttindaskrifstofan sagði að bílalestin væri að rýma stærstu herstöð bandaríska hersins í norðurhluta Sýrlands. 

Er þetta í fjórða sinn sem Bandaríkin draga herlið sitt til baka á einni viku. Eru héruðin Aleppo og Raqua í norðurhluta Sýrlands sögð gjörsneydd bandarískum hermönnum. 

Tyrkir og Kúrdar hafa skipst á ásökunum um brot á fyrrnefndu vopnahléi. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði í viðtali við tyrkneska sjónvarpsstöð í dag að einhverjar hersveitir Kúrda hafi dregið sig til hlés. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert