Pandahundarnir eru umdeildir

Rekstur „Pandahundaveitingahúss“ í suðvesturhluta Kína hefur verið gagnrýnt af dýraverndunarsamtökum og dýravinum um víða veröld, en gestir kaffihússins geta klappað hundum sem litaðir hafa verið til að líkjast pandabjörnum. 

Einn af pandahundunum.
Einn af pandahundunum. AFP

Kaffihúsið heitir The Cute Pet Games cafe og er í borginni Chengdu, höfuðborg Sichuan-héraðs og er héraðið einna þekktast fyrir að vera heimkynni risapanda. Huang, sem er eigandi kaffihússins, sagði í samtaki við Hongxing fréttastofuna að mikil eftirspurn væri eftir því að klappa pandahundunum, sem eru af Chow Chow tegund.

Chow Chow hundar sem hafa verið litaðir til að líkjast …
Chow Chow hundar sem hafa verið litaðir til að líkjast risapöndum til að gleðja gesti kaffihúss í borginni Chengdu, höfuðborg Sichuanhéraðs. Huang, sem er eigandi kaffihússins, sagði í samtali við Hongxing fréttastofuna að mikil eftirspurn væri eftir því að klappa pandahundunum AFP

Talsverð viðbrögð urðu eftir að viðtali fréttastofunnar var dreift á samfélagsmiðlum. Meðal annars hefur verið bent á að það geti verið hundum skaðlegt að setja litarefni í feld þeirra.

Pandahundarnir á kaffihúsinu Cute Pet Games cafe í borginni Chengdu …
Pandahundarnir á kaffihúsinu Cute Pet Games cafe í borginni Chengdu í Sichuanhéraði í Kína. AFP

„Hundar og kettir elska félagsskap fólks, burtséð frá útliti þess. Hvers vegna getum við ekki sýnt dýrunum sömu virðingu og þau sýna okkur,“ skrifar einn dýravinurinn á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo.  

Annar reiður dýravinur stakk upp á að Huang yrði litaður svartur og hvítur í stíl við hundana.

Einn af pandahundunum á kaffihúsinu.
Einn af pandahundunum á kaffihúsinu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert