Drápu átta úr sömu fjölskyldu

Vopnahlé tók gildi á Gaza-ströndinni í dag og heimildir AFP-fréttastofunnar herma að samkomulagið hafi tekið gildi klukkan 3:30 að íslenskum tíma í nótt, klukkan 5:30 að staðartíma, eftir að stjórnvöld í Egyptalandi komu að viðræðunum.

Samkvæmt samkomulaginu verða Palestínumenn að tryggja ró á Gaza og að mótmæli verði með friðsamlegum hætti. Ísraelum er gert að hætta árásum á Palestínumenn. 34 Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraela undanfarna tvo daga og þar á meðal eru átta úr sömu fjölskyldunni. Átökin nú hófust með loftárás Ísraelshers á heimili háttsetts manns innan samtakanna Heilagt íslamskt stríð. Frá þeim tíma hafa Palestínumenn skotið yfir 350 eldflaugum yfir landamærin. 

Átta úr Abu Malhous-fjölskyldunni, þar af fimm börn og tvær konur, voru drepin í árás Ísraelshers á heimili fjölskyldunnar í Deir al-Balah. Ísraelar sögðu í gær að árásin hefði beinst að tveimur vígamönnum sem hafa verið að undirbúa eldflaugaskot. 

AFP
AFP
Barn sem særðist í loftárásum Ísraela á Gaza.
Barn sem særðist í loftárásum Ísraela á Gaza. AFP
Átta úr sömu fjölskyldu voru drepnir af Ísraelsher.
Átta úr sömu fjölskyldu voru drepnir af Ísraelsher. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert