Sagði demókrata vilja ná sér niðri á Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Talsmaður Hvíta hússins sakaði demókrata, sem stjórna rannsókn á meintum embættisbrotum Donald Trump forseta, um „sjúka“ og „tryllta“ löngun til að ná sér niðri á forsetanum.

„Helsta hvatning demókrata er greinilega hatur þeirra á Trump forseta og einlæg þrá þeirra til að ná sér niðri á honum eftir kosningarnar árið 2016,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá Stephanie Grisham, talsmanni Hvíta hússins.

„Bandaríska þjóðin á betra skilið,“ kom enn fremur fram í yfirlýsingunni.

Bandarískar þingnefndir rannsaka símtal Trump við Volodimír Zelenskí, for­seta Úkraínu, fyrr á ár­inu þar sem Trump óskaði eft­ir því að Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og son­ur hans Hun­ter, yrðu rann­sakaðir af úkraínsk­um yf­ir­völd­um og hvort forsetinn hafi sett fram óviðeig­andi póli­tísk­ar kröf­ur í garð Zelenskís.

Rann­sókn­in bein­ist að því hvort Trump hafi mis­beitt valdi sínu sem for­seti með því að setja rann­sókn á Biden-­feðgum sem skil­yrði fyr­ir áfram­hald­andi hernaðaraðstoð Banda­ríkj­anna við Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert