Hugðust stofna nýjan nasistaflokk

Bækur um nasista- og fasistaleiðtoga og vopn eru meðal þess …
Bækur um nasista- og fasistaleiðtoga og vopn eru meðal þess sem ítalska lögreglan lagði hald á. AFP

Ítalska lögreglan kveðst hafa komið upp um áætlanir um stofnun nýs nasistaflokks, og lagt hald á fjölda vopna, þ.á.m. riffla og sverð, í húsleitum víðsvegar um landið.

Nítján eru grunaðir í málinu, að því er segir í frétt BBC. Við húsleitir í eignum þeirra hafi jafnfram verið lagt hald á nasistafána, sem og bækur um Adolf Hitler og ítalska fasistaleiðtogann Benito Mussolini.

Samkvæmt mælingum eru árásir gegn gyðingum og framtakssemi nýnasista á uppleið í Ítalíu.

Ráðist var í aðgerðir gegn meintum stofnendum nasistaflokksins víðsvegar um landið, allt frá Mílanó til Sikileyjar, eftir tveggja ára langa rannsókn hryðjuverka- og mafíudeildar ítölsku lögreglunnar.

Lögreglan hefur ekki gefið út hversu margir höfðu gengið til liðs við hreyfinguna sem ætlaði sér að stofna nasistaflokkinn. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert