Sameiginleg yfirlýsing í skugga spennu

Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti blaðamannafundum eftir leiðtogafundinn í dag og …
Donald Trump Bandaríkjaforseti aflýsti blaðamannafundum eftir leiðtogafundinn í dag og sagðist ætla beint aftur heim. AFP

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka „sterk tengl ríkjanna" þrátt fyrir spennu á leiðtogafundi sem hald­inn er í til­efni af sjö­tíu ára af­mælis­ári Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Töluvert hefur verið rætt og ritað um spennuna á milli Just­in Trudeau, for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, og Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

„Við förum beint aftur heim. Ég held að það sé komið nóg af blaðamannafundum,“ sagði Trump sem aflýsti blaðamannafundi sem átti að vera eftir að leiðtogafundinum lyki í dag.

Auk þess skiptust Trump og Emmanuel Macron Frakklandsforseti á skoðunum í gær.

Ríki Atlantshafsbandalagsins verða að horfa í sameiningu til framtíðar, að því er fram kemur í yfirlýsingunni.

Þar var einnig bent á áskoranir frá Kínverjum og Rússum sem og að það þyrfti að grípa til frekari aðgerða gegn hryðjuverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert