Vilja að namibíska þjóðin fái endurgreitt

Hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra Íslands í …
Hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra Íslands í Washington áskorunina í gær. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Namibian Community USA

„Ríkisstjórn ykkar verður að neyða íslenska fyrirtækið, Samherja, til þess að skila peningunum til namibísku þjóðarinnar.“ Svo segir í áskorun, sem hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra Íslands í Washington í gær.

Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum birtir áskorunina á Facebook-síðu sinni. Þar segir að þeir sem að áskoruninni standi viti að margir, sérstaklega Vestur-Evrópubúa, haldi að spilling sé venjulegt afrískt vandamál.

„Þeir halda að spilling í Afríku – í Afríkubúum – sé normið, samofið menningu okkar og jafnvel einnig erfðaefni okkar,“ segir í áskoruninni og síðan er vitnað til orða Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðhera, sem féllu fyrst í kvöldfréttum Stöðvar 2 og birtust svo í Guardian og fleiri erlendum miðlum, um að mögulega væri rót vandans í þessu tiltekna máli spillt ríkisstjórn Namibíu.

„Við erum ekki sammála þessu og við komum hingað til að segja þér að þannig er ekki í pottinn búið,“ segir í yfirlýsingunni, sem er þrjár blaðsíður og undirrituð af Jephta U Nguherimo, sem staðið hefur fyrir undirskriftasöfnun á netinu þess efnis að íslenska ríkisstjórnin eigi að taka ábyrgð í Samherjamálinu.

Áskorunina í heild má sjá hér að neðan:



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert