Skilaboð frá föngum í jólakorti frá Tesco

Sex ára bresk stúlka fann skilaboð frá fanga í Kína …
Sex ára bresk stúlka fann skilaboð frá fanga í Kína í jólakorti frá Tesco. AFP

Tesco, stærsta smásölukeðja Bretlands, hefur stöðvað framleiðslu jólakorta í kínverskri verksmiðju eftir að handskrifuð skilaboð fundust í einu kortanna. 

Sunday Times greinir frá því að stúlka hafi fundið skilaboð frá fanga í Kína í jólakorti frá Tesco. Florence Widdicombe, sex ára, opnaði öskju með jólakortum úr Tesco, sem kostaði 1,5 pund, eða sem nemur 240 krónum. Hún tók upp krúttlegt kort með mynd af kisu með jólasveinahúfu. Þegar hún opnaði kortið var búið að skrifa inn í það. „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu-fangelsinu í Kína. Neyddir til að vinna gegn vilja okkar. Vinsamlegast hjálpið okkur og látið mannréttindasamtök vita,“ stóð í handskrifuðum skilaboðum í hástöfum. 

Í skilaboðunum er lesandinn hvattur til að hafa samband við …
Í skilaboðunum er lesandinn hvattur til að hafa samband við Peter Humphrey, blaðamann sem var eitt sinn fangi í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Skjáskot/Sunday Times

Í tilkynningu frá Tesco segir að fyrirtækið sé í áfalli vegna þessa. „Við myndum aldrei leyfa vinnuþrælkun fanga í okkar aðfangakeðju.“ Tesco segist munu viðskiptum við framleiðslufyrirtæki kortanna, Zheijiang Yunguang Printing, reynist það rétt að fyrirtækið nýti fanga sem vinnuafl. 

Verksmiðja fyrirtækisins stóðst eftirlitsskoðun í síðasta mánuði, samkvæmt heimildum Tesco, og engin merki hafi verið um vinnuþrælkun fanga. 

Í skilaboðunum er lesandinn hvattur til að hafa samband við Peter Humphrey, blaðamann sem var eitt sinn fangi í umræddu fangelsi. Fjölskylda stúlkunnar sendi honum skilaboð og í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrverandi samfanga sína sem staðfestu að fangar hefðu verið neyddir til ýmissa innpökkunarstarfa. 

Humphrey, sem fjallar um málið í Sunday Times, segir að ritskoðun í fangelsinu hafi aukist síðustu ár og að erfiðara sé fyrir hann að eiga í samskipum við fanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert