Leyfi þarf fyrir flugeldanotkun í Svíþjóð

Ekki fær hver sem er að skjóta upp rakettum í …
Ekki fær hver sem er að skjóta upp rakettum í Svíþjóð nú um áramótin. mbl.is/Hari

Ný lög um flugeldanotkun tóku gildi í Svíþjóð á miðju ári, og verða áramótin nú þau fyrstu þar sem almennum borgurum verður óheimilt að skjóta upp flugeldum nema að hafa setið sérstakt námskeið á vegum sveitarfélaga. Reglurnar taka þó aðeins til flugelda á priki, en ekki skotterta eða annarra flugelda.

Flugeldasölum er, samkvæmt lögunum óheimilt að selja slíka flugelda til annarra en þeirra sem hafa öðlast tilskilið leyfi.

Um 100 manns slasast árlega í Svíþjóð af völdum flugelda, um 70% vegna rakettna á priki, að því er segir í frétt sænska ríkissjónvarpsins, SVT. Hefur SVT eftir Thomas Palander flugeldasala að hann telji reglurnar ekki koma til með að draga úr flugeldasölu þar sem aðrar tegundir flugelda komi þeirra í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert